top of page

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð í vatni! 
Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð hefur notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu árin og er orðið nokkuð þekkt meðferðarform. Unnið er með og losað um spennu og hindranir í himnukerfi (bandvef) líkamans. Lesa meira.

Dr. William Sutherland fæddist í Portagesýslu í Wisconsin árið 1873. Hann var af verkafólki kominn, faðir hans var járnsmiður og móðir hans húsmóðir. 
Hann stundaði nám við American School of Osteopathy og var nemandi A.T.Still, sem álitinn er faðir osteópatíunnar. Lesa meira.

Andrew Taylor Still fæddist árið 1828 í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í landnemabyggðum Leesýslu í Virginíu. Fjölskyldan var stór og faðir Still annaðist nágranna sína í hinum dreifðu byggðum Virginíu, Tennesee og Missouri á bæði sál og líkama, enda bæði læknir og prestur. Landnemalífið kenndi Still sem ungum dreng að meta undur náttúrunnar. Tímunum saman undi hann sér við náttúruskoðun, hvattur áfram af föður sínum, sem kenndi og leiðbeindi syninum. Sem sonur farandprests, sem einnig var læknir, kynntist Still fljótt dekkri hliðum lífsins, þar á meðal sjúkdómum eins og kóleru, bólusótt og heilahimnubólgu sem þurrkuðu oft út heilu fjölskyldurnar. Lesa meira.

Dr. John E. Upledger er forseti Upledgerstofnunarinnar (The Upledger Institute) sem hefur helgað sig náttúrulegri heilsueflingu og er heimsþekkt fyrir að hafa markað tímamót í símenntun, rannsóknum og þróun á líkamsmeðhöndlun. Lesa meira.

Höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferð
Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð hefur notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu árin. Þetta er milt og öruggt meðferðarform sem byggir á ákveðnum handbrögðum og tækni. Greint er ójafnvægi í höfuðbeina- og spjaldhryggjar kerfinu og það leiðrétt. Unnið er með og losað um spennu, samgróninga og bólgur í öllu bandvefs- og himnukerfi líkamans. Meðferðin eykur orku og vökvaflæði líkamans og fer ennig inn á að losa um bældar tilfinningar sem tengjast spennu í vefjum hans (vefræn tilfinningalosun). Lesa meira.

bottom of page